Veiða hann og bræða
18.11.2008 | 22:07
Ég er með góða hugmynd um nýtt atvinnutækifæri fyrir landsbyggðina. Núna er verð á mjöli og lýsi mjög gott. Hvernig væri að gangsetja allar þær bræðslur sem ekki eru í notkun í dag út um allt land.
Svona lítur þetta út
1. Tökum við nokkra af þeim fjölmörgu bátum og skipum sem er búið að leggja og gerum haffær
2. Atvinnulausir fá forgang í ráðningu áhafna og við vinnu í bræðslunum
3. Kvóti á hval óháð tegund verður afnuminn og veiðar gefnar frjálsar
4. Öll þau kvikindi sem veiðast verða dregin til næstu bræðslu og þau brædd.
5. Ríkið mun eiga skipin og bræðslurnar og sjá um allan rekstur
Nafn hins nýja félags verður að sjálfsögðu SAMBANDIÐ
Óhemju mikið er af hval allt í kringum landið, allt tal um annað er hrein og klár lygi. Ef hvalaskoðunnarbátar sjá ekki hvalinn þurfa þeir einfaldlega að færa sig aðeins dýpra því að þar er hann.
![]() |
Gætum þurft að hætta hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nú ekki í takt við athugasemdina sem þú settir inn á mitt blogg Árni.
Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 23:03
uuu hér er ég að tala um hvalveiðar en minnist þess ekki að hafa verið að ræða þær á þínu bloggi
Árni R, 19.11.2008 kl. 23:10
Það er auðvitað svona mikið af hval við landið vegna þess að við höfum ekki veitt hann og friðað fiskinn að auki. Það sem við eigum að gera er að nýta allt sjávarfang innan skynsamlegra marka, hirða allan fisk og fiskúrgang, veiða hval og bræða eins og þú segir og hætta þessari ofurfriðunarstefnu sem er að ganga að nytjastofnum dauðum. Það myndi jafnvel borga sig að veiða hval, bræða hann og dreifa mjölinu í sjóinn til að fæða fiskinn sem sveltur vegna friðunnarinnar. Sé að við erum sammála um flest svo einhver misskilningur hefur verið í gangi.
Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.