hættum að hugsa um ESB

Hvað er málið með alla þessa ESB umræðu. Hvernig væri að fá heilsíðu auglýsingu í öllum blöðum um kosti og galla ESB. Nokkuð viss um það að þessi 60% sem eru fylgjandi færu niður í svona 5% ef fólk væri frætt um kosti og galla.

 

Ég er enginn spekingur í þessum Evrópumálum en ég hef verið fræddur um örfáa galla af öllum þeim fjölmörgu sem tengjast ESB

Fjáraustur íslenska ríkisins muna aukast gríðarlega til ESB, þar er farið fram á ótrúlegustu upphæðir í þágu ESB

Bændur munu þurfa blæða alveg gríðarlega, í dag fá þeir ca 40kr fyrir líterinn af allri umframmjólk, í ESB er sektað fyrir hvern þann líter sem bóndi framleiðir umfram kvótans.

Hlutdeild Evrópusambandsríkja í fiskistofnum Íslands mun klárlega koma til. Það er ekki séns að við fáum einhverja sérmeðferð hvað það varðar.

Það er eins og fólk telji að um leið og við séum kominn inn í ESB geti það aftur farið að kaupa sér dýru fötin, flatskjái, Range Rover og skipt um húsnæði bara afþví að parketið á íbúðinni er orðið lélegt

 

Nei gott fólk, náum okkur niður á jörðina og förum að lifa eins og íslendingar ekki eins og í bíómynd

 

Íslenskt JÁ TAKK 

 


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég er hræddur um að ein auglýsing myndi duga skammt. Það þyrfti að gefa út litla bók á ábyrgð Alþingis þar sem hlutleysis er gætt. Og dreifa henni inn á öll heimili. Hlutleysið kemur ekki fram í fjölmiðlum sem þú getur séð í blöðunum í dag með því að bera saman umfjöllum Mbl og Fréttablaðsins um þessa könnun.

Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Tori

Hver nennir að lesa bók um ESB? Einfalt fólk heldur að þetta sé einhver allsherjar lausn á vandamálum okkar.

Svo er ekki.

Áfram Ísland!

Tori, 24.11.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband